NTC netdagar

Jólatónafreistingar í Hofi

Þórhildur Örvarsdóttir

Þórhildur Örvarsdóttir

Síðustu hádegistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessu ári verða föstudaginn 16. desember kl. 12 í Hömrum í Hofi. Þá koma fram Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari sem mun leika bæði á harmoníum og flygil.

Þau töfra fram ljúfar jólatónafreistingar þar sem á boðstólnum verða íslensk og skandinavísk jólalög og sálmar. Þetta eru þekktar íslenskar jólaperlur í bland við skandinavísk lög sem minna hafa heyrst hér á landi. Þessi tónlist er einnig uppistaðan í nýrri jólaplötu Þórhildar, Hátíð, sem hlotið hefur einróma lof.

Verð á tónleikana er 2.000 krónur og gildir aðgöngumiðinn sem 15% afsláttur af matseðli 1862 Nordic Bistro. Tónleikar og tapasdiskur kostar 3.000 krónur. Miðasala á www.mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó