Jón Ólafs frumflytur nýtt lag um Akureyri

Jón Ólafsson frumflytur lag sitt um Akureyri á fimmtudaginn.
Mynd: ismus.is.

Jón Ólafsson hefur samið ástarsöng til Akureyrar sem hann hyggst frumflytja á Græna hattinum n.k. fimmtudagskvöld, 7.september.
Hann segist hvergi hafa spilað jafn oft eins og á Akureyri, fyrir utan Reykjavík, á löngum tónlistarferli auk þess sem afi hans og amma
bjuggu í Byggðaveginum og þar kom hann oft á sumrin sem barn.

,,Akureyri skipar sérstakan sess í hjarta mínu og mér datt í hug að setja saman lítinn ástar- og þakkarsöng til bæjarins í tilefni 155 ára afmælisins,“ segir hann. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og var einn stofnenda Sálarinnar hans Jóns míns, Bítlavinafélagsins, Possibillies og Víxla í vanskilum.

Sambíó

UMMÆLI