Jóna Sigurlaug nýr safnstjóri IðnaðarsafnsinsJóna Sigurlaug er nýr safnstjóri Iðnaðarsafnsins en jún tekur við starfinu af Þorsteini Einari Arnórssyni. Mynd: Iðnaðarsafnið.

Jóna Sigurlaug nýr safnstjóri Iðnaðarsafnsins

Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir tekur við starfi sem safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Jóna hefur unnið sem safnvörður á Iðnaðarsafninu síðastliðin fimm ár en hún er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og viðbótardiplómu í safnfræði frá Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu.

Þorsteinn Einar Arnórsson hefur nú látið af störfum sem safnstjóri en hann mun áfram starfa sem sjálfboðaliði á safninu, eins og hann hefur gert um árabil.

Iðnaðarsafnið er sjálfseignarstofnun með fimm manna stjórn en stjórnina skipa: Almar Alfreðsson, verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarstofu; Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi; Heimir Kristinsson, tilnefndur af Byggiðn félagi byggingamanna; Jakob Tryggvason, tilnefndur af Hollvinafélagi Iðnaðarsafnsins og Þorsteinn Einar Arnórsson, tilnefndur af Einingu-Iðju.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó