Gæludýr.is

Jovan Kukobat áfram hjá KA

Jovan og Haddur handsala samninginn.

Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári.

,,Mikil ánægja ríkir hjá félaginu með að halda Jovan áfram enda er hann öflugur markvörður sem hefur komið mjög vel inn í hópinn hjá KA. Við ætlumst til mikils af Jovan áfram og bíðum spennt eftir því að sjá hvernig liðið kemur til leiks á morgun í fyrsta leik gegn HK,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó