Júlía Rós bætti besta árangur ÍslendingaMynd: Skautasamband Íslands

Júlía Rós bætti besta árangur Íslendinga

Júlía Rós Viðars­dótt­ir úr Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar lauk keppni á Juni­or Grand Prix 1 nú á föstu­dag­inn og bætti þar besta árangur Íslendinga frá upphafi.

Juni­or Grand Prix 1 er alþjóðleg keppni á list­skaut­um fyr­ir tán­inga í af­reks­flokki. Keppn­in fer fram í Courchevel í Frakklandi og skipt­ist í tvo hluta; stutt pró­gramm og frjálst pró­gramm. Eftir bæði prógrömm fékk Júlía Rós 111,54 stig og endaði í 16. sæti, sem er besti ár­ang­ur ís­lensks skaut­ara á Juni­or Grand Prix. Fyrra met átti Al­dís Kara Bergs­dótt­ir sem fékk 106,43 stig á Juni­or Grand Prix árið 2019.

Ævintýri Júlíu er þó ekki á enda en næstu daga mun hún safna kröft­um þar sem hún kepp­ir aft­ur fyr­ir Íslands hönd á Juni­or Grand Prix 2 í Courchevel dag­ana 26. og 27. ág­úst.

Hægt er að fylgjast með öllu ævintýrinu á Facebooksíðu Júlíu Rósar með því að smella hér.

Sjáðu atriði Júlíu Rósar á Junior Grand Prix 1 í spilaranum hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó