Justin Timberlake staddur á Akureyri

Eins og fjölmiðlar greindu frá fyrir helgi er tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nú staddur á Íslandi. Justin er hér á ferðalagi ásamt konu sinni, Jessicu Biel. Aron Elvar Finnssson, starfsmaður á Akureyrarflugvelli, segir i samtali við Kaffið að honum hafi brugðið nokkuð í brún þegar stórstjarnan mætti á flugvöllinn i morgun.

,,Hann var mjög viðkunnalegur og bauð góðan daginn,“ segir Aron en hann greindi frá því á Twittersíðu sinni fyrr í dag að Justin væri staddur á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó