KA byrjar tímabilið á jafntefli

KA byrjar tímabilið á jafntefli

KA tók á móti HK í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á Greifavellinum í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í blíðunni á Akureyri. KA voru sterkari aðilinn í leiknum en náðu þó aðeins í eitt stig.
KA komust yfir þegar Rodrigo Gomes skallaði boltann í mark HK eftir fyrirgjöf Bjarna Aðalsteinssonar á 8. mínútu. HK voru ekki lengi að svara fyrir sig en á 20. mínútu jafnaði Atli Þór Jónasson.

Veðrið var ekki upp á marga fiska í leiknum en töluverð snjókoma var á meðan leiknum stóð og var leiknum flýtt um 4 klukkustundir vegna veðurs sem á að versna með deginum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá formanni knattspyrnudeildar KA þegar um 4 klukkustundir voru til leiks.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó