NTC netdagar

KA dæmdur sigur gegn Akureyri

Daði Jónsson leikmaður KA. Mynd: Þórir Tryggvason.

11. október síðastliðinn fór fram æsispennandi leikur í KA-heimilinu þar sem KA og Akureyri mættust í leik liðanna í 1. deild karla í handbolta.
Leikurinn endaði í jafntefli 20:20 en Handknattleikssamband Íslands hefur nú dæmt KA 10:0 sigur. Ástæða þess er að leikmaður Akureyrar, Arnar Jón Agnarsson, var ekki skráður í leikmannahópinn og því ólöglegur..

Engin kæra barst til HSÍ í kjölfar leiksins en þrátt fyrir það komust þeir að þeirri niðurstöðu að dæma KA sigurinn. Akureyri fer niður í sex stig vegna niðurstöðunnar meðan KA er nú með átta stig, líkt og topplið HK. Liðunum tveimur er spáð toppbaráttu í vetur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó