KA er Kjarnafæðismeistari

KA er Kjarnafæðismeistari

KA er sigurvegari í Kjarnafæðismótinu 2018 en þetta varð ljóst með úrslitum í leik Þórs og Tindastóls í gær. KA og Þór enduðu jöfn að stigum en frábær markatala KA manna réði úrslitum en liðið skoraði 29 mörk og fékk aðeins á sig 3.

KA vann 3-0 sigur á Leikni F í lokaleik sínum á meðan að Þórsarar unnu öruggan 5-0 sigur á Tindastól. Liðin skyldu jöfn í hörkuleik um síðustu helgi þar sem að Ármann Pétur Ævarsson og Frosti Brynjólfsson skoruðu mörkin.

Elfar Árni Aðalsteinsson framherji KA endaði sem markakóngur í mótinu, en Elfar gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk í 5 leikjum.

Elfar Árni Aðalsteinsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó