Múlaberg

KA fær Vladan Djogatovic á lánimynd: KA.is

KA fær Vladan Djogatovic á láni

KA menn hafa fengið markvörðinn Vladan Djogatovic á láni frá Grindavík út leiktímabilið. Vladan er 36 ára gamall Serbi sem leikið hefur með Grindavík síðustu tvö tímabil.
Kristijan Jajalo aðal markvörður KA handleggsbrotnaði á dögunum og verður frá næstu mánuðina. „Það var því mikilvægt að bregðast við stöðunni og afar jákvætt að fá inn jafn sterkan leikmann og Vladan er með jafn skömmum fyrirvara,“ segir á heimasíðu KA.

KA heimsækir KR heim í kvöld í annarri umferð Pepsi Max deildarinnar en Steinþór Már Auðunsson stóð í markinu í fyrstu umferðinni og hélt markinu hreinu gegn HK.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó