Múlaberg

KA með sigur á ÍR í Lengjubikarnum

Bræðurnir sáu um ÍR

KA og ÍR mættust í 2.umferð Lengjubikars karla í Boganum í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og kom KA í 1-0. Yngri bróðir hans, Hrannar Björn Steingrímsson, tvöfaldaði svo forskot KA manna á 53. mínútu leiksins.

ÍR ingar komust á blað í uppbótartíma en þar var að verki Aron Skúli Brynjarsson. Lengra komust Breiðhyltingar ekki og lokatölur í leiknum 2-1 fyrir KA.

Eftir leikinn er KA í efsta sæti riðils 2 í A-deild Lengjubikars með 6 stig eftir tvo leiki. Liðið vann Magna í fyrstu umferð þar sem Daníel Hafsteinsson og Sæþór Olgeirsson skoruðu mörkin.

Næsti leikur KA er útileikur gegn KR í Egilshöllinni þann 24.febrúar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó