KA og Akureyri töpuðu bæði

KA og Akureyri töpuðu bæði

Akureyri og KA töpuðu bæði sínum leikjum í Olís deild karla í hanbolta í gær.

Akureyri tapaði gegn Fram í æsispennandi leik 26:25 þar sem Akureyri fékk tækifæri til að jafna leikinn á loka sekúndunum en mistókst.

Ihor Kopyshynskyi skoraði 6 fyrir Akureyri og í liði heimamanna í Fram skoraði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7 mörk.

 

KA tapaði einnig en þeir töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni 31:21.

Eg­ill Magnús­son skoraði 11 mörk og Leó Snær Pét­urs­son gerði 5 fyrir heimamenn í Stjörnunni. Fyrir KA skoraði Tarik Kasu­movic 9.

 

Eftir umferðina sitja liðin í 7. og 10. sæti, stöðuna má sjá hér að neðan.

Næsti leikur KA verður laugardaginn 20. október þegar ÍR kemur norður í heimsókn. Daginn eftir, þann 21., koma ÍBV einnig í heimsókn noður og leika gegn Akureyri.

UMMÆLI