KA og KA/Þór sigruðu og Þór gerði jafntefliMynd: Þórir Tryggva

KA og KA/Þór sigruðu og Þór gerði jafntefli

Helgin var nokkuð góð fyrir norðlenskan handbolta, en öll handboltaliðin kepptu um helgina og enginn tapleikur.

KA sigraði Fram í gær, 25 – 27. KA/Þór sigraði Aftureldingu 21 – 30. Þórsarar gerðu jafntefli við Val U, 33 – 33, og þá gerði Þór U sér lítið fyrir og sigraði tvo leiki um helgina fyrst Kríuna, á föstudaginn, 23 – 25 og síðan Hauka U2 26 – 31.
Allir þessir 5 leikir voru spilaðir á höfuðborgarsvæðinu, eða á útivelli norðan liðanna.

UMMÆLI