Prenthaus

KA og KA/Þór sópuðu til sín verðlaunum á verðlaunahófi HSÍMyndir: KA.is

KA og KA/Þór sópuðu til sín verðlaunum á verðlaunahófi HSÍ

Verðlaunahóf Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) fór fram í hádeginu í dag og rökuðu þar KA og KA/Þór til sín verðlaunum eftir frábæran vetur. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem í boði voru og KA steig mikilvægt skref áfram þegar liðið komst í úrslitakeppnina. Þetta kemur fram á vef KA.

Verðlaunaðir voru þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara framúr í Olís- og Grill66 deildunum í vetur.

Rut Jónsdóttir var valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna. Ekki nóg með að vera valin besti leikmaðurinn heldur fékk hún einnig Sigríðarbikarinn auk þess að vera valin besti sóknarmaðurinn.

Árni Bragi Eyjólfsson var valinn besti leikmaður Olísdeildar karla. Árni rakaði til sín verðlaununum en hann varð markakóngur deildarinnar, var valinn besti sóknarmaður, fékk Valdimarsbikarinn og uppskar Háttvísisverðlaun HSÍ.

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs var valinn besti þjálfari Olísdeildar kvenna. Andri Snær tók við liðinu fyrir veturinn og endaði á að vinna alla þrjá titlana sem í boði voru. Fyrir veturinn hafði KA/Þór aldrei fagnað stórum titli.

Matea Lonac var valin besti markvörður Olísdeildar kvenna en Matea sýndi mikinn stöðugleika í vetur og var með 36,1% markvörslu í deild og úrslitakeppni sem er frábær tölfræði.

Rakel Sara Elvarsdóttir var svo valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna. Framtíðin er heldur betur björt fyrir hina 18 ára gömlu Rakel Söru en hún mun fara á EM í Makedóníu með U19 í sumar.

Heildarumfjöllun má lesa á vef KA með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó