KA og Þór framlengja samstarf vegna rekstur KA/ÞórsUndir samningana skrifuðu f.v.: Ingi Björnsson, formaður Þórs; Ingvar Már Gíslason, formaður KA; Haddur Júlíus Stefánsson; formaður handknattleiksdeildar KA og Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs.

KA og Þór framlengja samstarf vegna rekstur KA/Þórs

KA og Þór hafa undirritað samstarfssamning um rekstur handknattleiksliðs kvenna þ.e. KA/Þórs næstu þrjú keppnistímabilin. Um er að ræða rekstur meistara- og 2. flokks kvenna, auk þess verður áfram samstarf um allt kvennastarf í yngri flokkum félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að rekstur KA/Þórs hefur verið á könnu KA undanfarin ár en samstarf verið allt frá árinu 2003.  Nýi samningurinn sem hefur verið undirritaður er að fyrirmynd þess rekstrarforms sem þekkist hjá sameiginlegu knattspyrnuliðs Þór/KA.  Með nýju rekstrarformi ætla menn sér að bæta alla umgjörð liðsins og þannig leggja sitt að mörkum við að halda liðinu áfram í fremstu röð. KA/Þór sem leikur í Olís deildinni lauk keppni í vor í 5. sæti deildarinnar með 19 stig.

Rekstur KA/Þórs mun samkvæmt samningnum vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Liðið mun spila áfram í sömu búningum sem er í hlutlausum litum líkt og gert hefur verið undanfarin ár.   

Samningur þessi gildir frá og með undirritun til maí 2022. Bæði félögin hafa skipað sex manna stjórn KA/Þórs þ.e. þrír frá hvoru félagi. 


UMMÆLI