KA sigraði Þrótt í handboltanum


KA-menn sem töpuðu nágrannaslag og toppslag gegn Akureyri Handboltafélagi á þriðjudaginn sýndu þess ekki merki og spiluðu mjög þéttann og góðann varnarleik sem gestirnir réðu illa við. Staðan í hálfleik var 15-10. KA menn skoruðu fyrsta mark síðri hálfleiks og eftir það var aldrei snúið. Lokatölur á Akureyri, 27-21 fyrir KA.

14 mörk KA komu frá hornamönnunum Andra Snæ Stefánssyni (6) og Degi Gautasyni (8) og Jovan Kukobat varði mjög vel fyrir aftan sterka vörnina. Færeyingurinn Áki Egilsnes skoraði 5.
Hjá Þrótturum var hægri hornamaðurinn Alexander Már Egan markahæstur með 4 mörk.

KA minnkar forskot Akureyri Handboltafélags á toppnum niður í 1 stig með sigrinum. En Akureyri spilar gegn Haukum U í dag í Hafnarfirði og geta aftur strykt stöðu sína á toppi deildarinnar.

Áhorfendur í KA heimilinu voru tæplega 400.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó