KA tapaði í Hafnarfirði

Elfar Árni skoraði mark KA

Í kvöld mættust FH og KA í 4. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru KA menn í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en FH í öðru sæti með 6 stig.

Skoski sóknarmaðurinn Steven Lennon kom FH-ingum yfir snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Brandur Olsen tvöfaldaði svo forskot þeirra á 69. mínútu.

Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir KA á 80. mínútu leiksins og stefndi því í spennandi lokamínútur. Steven Lennon gerði hins vegar út um leikinn á 85. mínútu með sínu öðru marki og þriðja marki FH-inga. Lokatölur í leiknum 3 – 1 fyrir FH.

Með tapinu dettur KA niður í 8. sæti Pepsi-deildar en liðið hefur unnið einn leik, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í fyrstu 4 leikjum sumarsins.

 

Sambíó

UMMÆLI