KA tapaði naumlega fyrir GróttuMynd: Egill Bjarni / KA.is

KA tapaði naumlega fyrir Gróttu

Góð mæting var í KA heimilið í kvöld en eins og við greindum frá fyrr í dag rann allur ágóðinn frá leiknum í kvöld í styrk til Ragnars og Fanneyjar, sjá frétt hér.

Grótta var fyrir leikinn í kvöld ekki enn búnir að ná í sigur í Olís deildinni á þessu tímabili en þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu KA mönnum 22 – 21 í háspennuleik í KA heimilinu.

Staðan í hálfleik var 14 – 10 fyrir heimamenn.

Í síðari hálfleik voru Gróttu menn öflugir og Hreiðar Levý í markinu hjá gestunum varði vel á mikilvægum stundum undir lok leiks.

Dagur Gautason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 5 mörk en hjá gestunum voru þeir  Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Bjartur Guðmundsson og Sveinn José Rivera allir með 4 mörk hver.

Lokatölur 22 – 21 fyrir Gróttu.

Næsti leikur KA er á laugardaginn kemur þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Garðabæ.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó