Færeyjar 2024

KA/Þór bikarmeistari 2021mynd: HSÍ.is

KA/Þór bikarmeistari 2021

KA/Þór heldur áfram að sópa til sín verðlaunum en í dag urðu þær Coca-Cola bikarmeistarar kvenna 2021. Þær bæta þar með bikartitlinum við magnað tímabil en áður urðu þær deildarmeistarar, Íslandsmeistarar og meistarar meistaranna. Magnaður árangur.

KA/Þór byrjaði leikinn í dag vel og náði fljótlega 4 marka forystu en Framstúlkur jöfnuðu leikinn 7-7 eftir 20 mínútna leik. Það var þó KA/Þór sem átti lokaorðið í fyrri hálfleik og fór með þriggja marka forskot inn í leikhléið, 12-9.

Í síðari hálfleik komst KA/Þór fljótlega 7 mörkum yfir og þó að Fram hafi náð að klóra í bakkann þá var það ekki nóg og norðanstúlkur lönduðu öruggum sigri 27-20.

Markaskorarar KA/Þórs:
Unnur Ómarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1 og Matea Lonac 1.
Matea Lonac varði 15 skot.

Markaskorarar Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Karen Knútsdóttir 5, Emma Olsson 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1 og Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Hafdís Renötudóttir varði 12 skot og Irean Björk Ómarsdóttir varði 1 skot.

Rut Jónsdóttir leikmaður KA/Þór var valin mikilvægasti leikmaður úrslitahelgi Coca Cola bikars kvenna.

Sambíó

UMMÆLI