Færeyjar 2024

KA/Þór Íslandsmeistararmynd: KA.is

KA/Þór Íslandsmeistarar

KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistara titilinn í fyrsta sinn í dag með sigri á Val á Hlíðar­enda í öðrum leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts­ins, Olís­deild­ar­inn­ar. Leikurinn endaði 23-25 fyrir KA/Þór.
Þar með hefur KA/Þór unnið alla bikarana á þessu tímabili. Liðið vann Olísdeildina í síðasta mánuði og Meistarakeppni HSÍ í byrjun september.
Marta Hermannsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir voru markahæstar í liði KA/Þór í dag með 6 mörk hvor. Hjá Val var Thea Imani Sturludóttir markahæst með 9 mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó