KA/Þór mætir Haukum í undanúrslitum

Nú er orðið ljóst að KA/Þór mun mæta Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í hádeginu í dag. Í hinni undanúrslita viðureigninni eigast við ÍBV og Fram.

KA/Þór er eina liðið eftir í keppninni sem leikur í Grill 66 deildinni en öll hin liðin eru úr efstu deild. Undanúrslita leikirnir munu fara fram 8. mars og sigurliðin munu svo mætast í úrslitaleik 10. mars í Laugardalshöllinni.

KA/Þór er í góðum málum í Grill 66 deild kvenna en liðið er í toppsæti deildarinnar með 23 stig eftir 12 leiki.

 

Sambíó

UMMÆLI