Prenthaus

KA/Þór sigraði ÍR

Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði 9 mörk

KA/Þór og ÍR mættust í gær í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Fyrir leikinn voru KA/Þór stúlkur í 1. sæti deildarinnar en ÍR í því þriðja. KA/Þór byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 8 mínútna leik var staðan orðin 7-2 þeim í vil. Staðan í hálfleik var svo 15-8.

Yfirburðir KA/Þór héldu áfram í síðari hálfleik og um miðjann hálfleikinn var staðan orðin 28-14. ÍR komst aldrei nálægt KA/Þór í leiknum og lokatölur í KA heimilinu urðu 34-20.

Katrín Vilhjálmsdóttir átti stórleik í liði heimastúlkna og skoraði 9 mörk. Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu allar 5 mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir varði þá 17 skot í marki KA/Þór, þar af 2 vítaköst.

Mörk KA/Þór: Katrín Vilhjálmsdóttir 9, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Martha Hermannsdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 1, Kolbrún María Bragadóttir 1 og Ólöf Marín Hlynsdóttir 1 mark.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Sara Kristjánsdóttir 3, Petra Waage 2, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1 og Margrét Valdimarsdóttir 1 mark.

UMMÆLI

Sambíó