KA/Þór sigraði og Þór gerði jafntefli í handboltanummynd: Facebook/Jón Stefán Jónsson

KA/Þór sigraði og Þór gerði jafntefli í handboltanum

KA/Þór sigraði í kvöld Hauka á útivelli 23-25, þar sem Matea Lonac í marki KA/Þór varði vítakast þegar nokkrar sekúndur voru eftir og staðan var þá 23-24. KA/Þór fóru síðan í sókn og gulltryggðu sigurinn.

Ásdís Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir KA/Þor og næstar voru þær Martina Corkovic, Martha Hermannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir sem skoruðu fjögur mörk hver.
Hjá Haukum var Berta Rut Harðardóttir með níu mörk og næst Guðrún Erla Bjarnadóttir með fimm mörk.

Þór gerði jafntefli

Karlamegin gerði Þór jafntefli við Víking frá Reykjavík og voru lokatölur 26-26 þar sem Þórsarar jöfnuðu leikinn þegar um 4 sekúndur voru eftir.

Hjá Víkingum voru Logi Snædal Jónsson og Jóhannes Berg Andrason með fimm mörk hvor.
Hjá Þórsurum var Þórður Tandri Ágústsson atkvæðamestur með sjö mörk næstur var Brynjar Hólm Grétarsson með fimm mörk.

Sambíó

UMMÆLI