NTC

KA/Þór styrkir stöðu sína á toppnum

Martha Hermannsdóttir

KA/Þór vann fyrr í dag öruggan sigur á FH í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðankonur byrjuðu leikinn vel og komust í 3-0 forystu á fyrstu mínútum leiksins. Munurinn á liðunum fór aldrei niður fyrir 3 mörk eftir það og á lokakafla leiksins sigu KA/Þór konur svo enn lengra fram úr.

Lokatölur í leiknum urðu 29-18 fyrir KA/Þór sem styrkti fyrir vikið stöðu sína á toppi Grill 66 deildarinnar. Í liði KA/Þór skoraði Martha Hermannsdóttir 8 mörk, þar af 5 úr vítum. Steinunn Guðjónsdóttir átti frábæran leik í vinstra horninu. Sunna Guðrún Pétursdóttir, markvörður KA/Þór, varði þá 19 skot í leiknum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó