KA úr leik í Mjólkurbikarnum

KA úr leik í Mjólkurbikarnum

KA menn heimsóttu FH í Hafnarfjörð í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

KA þóttu líklegri fyrir leik og þeir tóku forystuna á 18. mínútu er Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði. Staðan var 0-1 þegar var flautað til hálfleiks.

FH komu einbeittari til leiks í seinni hálfleik og náðu að skora 2 mörk og klára leikinn með 2-1 sigri. Mörk FH skoruðu Oliver Heiðarsson á 74. mínútu og Davíð Snær Jóhannsson á 93. mínútu.

Bryan Van Den Bogaert leikmaður KA fékk að líta rautt spjald á 70. mínútu þegar KA voru enn 0-1 yfir.

Það verða því Víkingur og FH sem mætast í bikarúrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig 2019 og þá höfðu Víkingar betur. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar.

Mörkin í leiknum í kvöld má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI