KIA

Kaffið lesið yfir 4 milljón sinnum 2017

Mynd: Akureyri.is

Kaffið.is hefur nú verið starfrækt í eitt og hálft ár og er 2017 því fyrsta heila árið í sögu Kaffisins. Það er óhætt að segja að þetta sé fyrsta árið af mörgum enda hefur lesendahópurinn okkar stækkað gríðarlega jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið.
Kaffið varð fljótt stærsti og mest lesni vefmiðill á Norðurlandi og varð því fjarlægur draumur okkar um að reka norðlenskan fréttavef ekki svo fjarlægur lengur.

Þegar nýtt ár gengur senn í garð fannst okkur nauðsynlegt að líta yfir tölur ársins og kom það skemmtilega á óvart að fréttir á Kaffinu 2017 hafa verið lesið yfir 4 milljón sinnum.

Við erum glöð og þakklát fyrir lesturinn og komum sterk inn á nýja árinu. Takk fyrir lesturinn og við vonum að þið eigið frábært 2018 með okkur. Gleðilegt nýtt ár kæru Norðlendingar nær og fjær!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó