Píeta

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Í gærkvöldi greindi Vikublaðið fyrst frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafa samþykkt til­boð Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. Síðar gaf KN út tilkynningu þar sem segir að hluthafarnir Eiður Gunnlaugsson og Hreinn Gunnlaugsson sem eiga hvor um sig rúmlega 28% hlutafjár munu selja allt sitt hlutafé en hluthafar Búsældar ehf. munu hver fyrir sig ákveða hvort þeir selji sína hluti. Einnig segir í tilkynningunni:

Marg­ir bænd­ur hafa kallað eft­ir frek­ari hagræðingu í grein­inni eft­ir en mögu­leg sam­legðaráhrif Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga og Kjarna­fæði Norðlenska við slátrun og úr­vinnslu kjötaf­urða eru lík­lega þau mestu í ís­lensk­um land­búnaði og viðskipt­in því eðli­legt fram­hald laga­setn­ing­ar­inn­ar. Það verður því í hönd­um þess­ara tveggja fé­laga bænda að vinna úr þeim ef viðskipt­in verða að veru­leika.

„Í kjöl­far ný­legra breyt­inga á lög­um hef­ur kjöt­grein­um á Íslandi verið gert mögu­legt að hagræða á sama hátt og þekk­ist í öðrum lönd­um. Þessi viðskipti eru rök­rétt fram­hald af þess­um breyt­ing­um og lík­leg til að auka hag­sæld bænda og neyt­enda enda er verið að bæta sam­keppn­is­hæfni inn­lendr­ar fram­leiðslu með því að gera veru­lega hagræðingu mögu­lega,“ er haft eft­ir Ágústi Torfa Hauks­syni, for­stjóra Kjarna­fæðis Norðlenska, í til­kynn­ing­unni.

„Nú er það verk­efni starfs­fólks fé­lag­anna að raun­gera þessa hagræðing­ar­mögu­leika ís­lensk­um land­búnaði og neyt­end­um til heilla,“ er haft eft­ir hon­um að lok­um.

UMMÆLI