Keðjuábyrgð verktaka hjá Akureyrarbæ

forsida-1160x520_midbaer
Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag, tillaga Ingibjargar Ólafar Isaksen um að í öllum samningum sem sveitarfélagið gerir um verklegar framkvæmdir verði skýrt kveðið á um keðjuábyrgð verktaka þegar kemur að því að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verki koma.

Bókunin er svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að í öllum samningum verklegra framkvæmda, kaupa á þjónustu og vörum á vegum sveitarfélagsins verði sett inn ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Akureyrarbær tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn yrði í verksamningi, gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma. 

Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó