NTC netdagar

Kennarar í Síðuskóla fordæma ákvörðun Kjararáðs

a-siduskoli
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu þá hefur Kjararáð ákveðið að hækka laun æðstu ráðamanna Íslands. Ákvörðunin er afar umdeild og hafa kennarar við Síðuskóla sent frá sér ályktun þar sem þeir fordæma ákvörðun Kjararáðs.

Ályktunni er eftirfarandi:

,,Við fordæmum ákvörðun Kjararáðs um þær miklu launahækkanir sem þeir hafa úthlutað ákveðnum starfsstéttum. Við teljum þessa ákvörðun siðferðislega ranga og ýta undir ójöfnuð í samfélaginu. Um leið lýsum við yfir megnri óánægju með þá stöðu sem launamál grunnskólakennara eru í. Ákvörðun Kjararáðs er eins og blaut tuska framan í samningslausa grunnskólakennara og allan almenning.

Kennarar hafa verið samningslausir í marga mánuði og ein ástæða þess er svokallað SALEK-samkomulag. Okkur er ítrekað tjáð að ekki megi fara út fyrir rammasamkomulagið og því er ekki komið til móts við launakröfur okkar. Grunnskólakennurum er bent á að þeir ógni stöðugleika í samfélaginu með launakröfum sínum sem eru þó töluvert lægri en síðasta ákvörðun Kjararáðs um launahækkanir.

Vegna lengingu námsins, úr þremur í fimm ár, er endurnýjun í grunnskólakennarastéttinni lítil og innan fárra ára stefnir í óefni. Kröfur á kennara aukast í sífellu og vinnuálag eykst án þess að nokkur launaumbun, eða rýmri tími til að vinna það sem bætt er á kennara, komi á móti. Flótti úr stéttinni er staðreynd og verði ekkert að gert fækkar grunnskólakennurum enn frekar.

Fjárframlög frá ríkinu duga ekki sveitarfélögunum og þarf að bregðast við því.

Mikilvægt er að leggja áherslu á gott vinnuumhverfi, góð laun og ánægt starfsfólk innan grunnskólanna sem er vinnustaður æskunnar og þeirra sem móta framtíðina“.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó