Keppni á Íslandsmótinu í CrossFit hefst í dag

Hér má sjá keppendur Crossfit Akureyri en á myndina vantar Ólöfu Magnúsdóttur sem keppir í flokki 55-59 ára.

Hér má sjá keppendur Crossfit Akureyri en á myndina vantar Ólöfu Magnúsdóttur sem keppir í flokki 55-59 ára.

Í dag, 24.nóvember, hefst Íslandsmótið í CrossFit eða NIKE Iceland Throwdown eins og það heitir. Mótið stendur fram á sunnudag og fer fram á nokkrum stöðum. Keppt er í opnum flokki karla og kvenna og eldri “Masters” flokkum; 35-39, 40-45, 45-50 og 50+.

Crossfit Akureyri sendir 10 keppendur á mótið eins og við greindum frá fyrir stuttu og munum við á Kaffinu að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála.

Sjá einnig: Crossfit Akureyri sendir 10 keppendur á Íslandsmótið í CrossFit

Frítt er á mótið fyrir áhorfendur á fimmtudegi og föstudegi en rukkað verður inn í HK Digranesi á laugardag og sunnudag. Dagskrá mótsins má sjá hér:

Fimmtudagur 24.nóvember
CrossFit Reykjavík:
[WOD1] 13:00 – 16:00 > Masters  flokkar
Sundlaug Kópavogs:
[WOD2] 20:00 – 22:00 > Masters flokkar

Föstudagur 25.nóvember
CrossFit Reykjavík:
[WOD1] 13:00 – 16:00 > Masters  flokkar
Sundlaug Kópavogs:
[WOD2] 20:00 – 22:00 > Masters flokkar

Laugardagur 26.nóvember
[WOD3] 08:30 – 10:00 > Allir flokkar, staðsetning ótilgreind
HK Digranesi:
[WOD4] 10:30 – 11:30 > Allir flokkar
[WOD5] 12:00 – 14:30 > Allir flokkar nema 45-50 og 50+
[WOD6] 15:00 – 19:00 > Allir flokkar

Sunnudagur 27.nóvember
[WOD7] 10:00 – 12:00 > Masters flokkar
[WOD7] 12:00 – 15:00 > Opinn flokkur
[WOD8] 15:30 – 17:00 > Opinn flokkur

UMMÆLI

Sambíó