Kertakvöld Akureyrar 15.desember

Kertakvöld á Akureyri 2016 var einstaklega vel heppnað. Mynd: Visir.is

Það verður rökkurró og huggulegheit í miðbænum á Akureyri þann 15.desember á svokölluðu Kertakvöldi en þá verður miðbærinn myrkvaður og kertaljósin taka yfir. Verslanir verða opnar til 22:00.

Veitingastaðir og verslanir hafa rökkvað innandyra eins og kostur er. Opin eldstæði verða í miðbænum þar sem börnunum býðst að grilla sykurpúða, ýmis tilboð verða í verslunum og Kammerkórinn Hymnódía syngur nokkur jólalög við Backpacker klukkan 20:30. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að upplifa jólaandann í notalegri og rómantískri stemmingu, upplagt að leggja inn í aðventuna með rólegheitakvöldi í miðbænum fyrir alla fjölskylduna.

UMMÆLI