Kjörsókn langminnst á Akureyri

Akureyri

Mynd: Kaffið.is/Jónatan

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu síðastliðinn laugardag. Á Akureyri voru sjö flokkar í framboði sem allir nema einn fengu a.m.k. einn fulltrúa inn í bæjarstjórn. D-listi Sjálf­stæðis­flokks­ins fékk flest at­kvæði, eða 1.998 og þrjá bæj­ar­full­trúa. L-list­inn, sem er bæj­arlisti Ak­ur­eyr­ar fékk næst­flest at­kvæði, 1.828 og tvo full­trúa. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokk­ur­inn á Ak­ur­eyri og fékk 1.530 at­kvæði og tvo bæj­ar­full­trúa kjörna. Sam­fylk­ing­in fékk einnig tvo full­trúa og 1.467 at­kvæði. Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð fékk 820 at­kvæði og einn full­trúa. Miðflokk­ur­inn fékk einnig einn full­trúa og 707 at­kvæði en Pírat­ar fengu 377 at­kvæði og eng­an full­trúa kjör­inn.
Á Akureyri var kjörsókn ekki nema 66,3% en það er lítilsverð hækkun frá því í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar kjörsókn var 66,5%. Í samanburði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi er Akureyri með langminnstu kjörsóknina en það munar í kringum 12 prósentustigum milli sveitarfélaganna.

Kjörsókn:

Akureyri: 66,3%
Á kjörskrá: 13.708
Talin atkvæði: 9.083
Auð: 319   Ógild: 37

Fjallabyggð: 79,5%
Á kjörskrá: 1.578
Talin atkvæði:1.254
Auð: 41  Ógild: 6

Skagafjörður: 79,2%
Á kjörskrá: 2.929
Talin atkvæði: 2.320
Auð: 68  Ógild: 7

Norðurþing: 78%
Á kjörskrá: 2.116
Talin atkvæði:1.651
Auð: 52  Ógild: 15

Konur aftur í meirihluta í bæjarstjórn
Af ellefu kjörnum bæjarfulltrúum eru sex þeirra konur á móti fimm karlmönnum. Þetta var einnig raunin í síðustu sveitarstjórnarkosningum á Akureyri 2014. Við bæjarstjórnarkosningarnar 2002 gerðist það í fyrsta skipti að konur voru í meirihluta í bæjarstjórn. Konur höfðu þó verið í meirihluta áður á einstökum bæjarstjórnarfundum. Þetta gerðist ekki aftur fyrr en í sveitarstjórnarkosningunum á Akureyri 2014 þegar sex konur á móti fimm karlmönnum fengu kjör í bæjarstjórn. Í nýliðnum kosningum endurtekur þetta sig en aftur eru sex konur á móti fimm karlmönnum. Bæjarfulltrúar eru sem hér segir:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson – Framsókn
Ingibjörg Isaksen – Framsókn
Gunnar Gíslason – Sjálfstæðisflokkurinn
Eva Hrund Einarsdóttir -Sjálfstæðisflokkurinn
Þórhallur Jónsson – Sjálfstæðisflokkurinn
Halla Björk Reynisdóttir – L-listinn
Andri Teitsson – L-listinn
Hlynur Jóhannsson – Miðflokkurinn
Hilda Jana Gísladóttir – Samfylkingin
Dagbjört Elín Pálsdóttir – Samfylkingin
Sóley Björk Stefánsdóttir – Vinstri græn

Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn í forystu á Norðurlandi
Í Fjallabyggð voru aðeins þrír flokkar í framboði og þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði, 539 eða 44,8%. H – Fyrir heildina hlaut 30,8% atkvæða og Betri Fjallabyggð fékk 24,4% atkvæða.

Í Skagafirði voru fjórir flokkar í framboði og þar vann Framsóknarflokkurinn með 34% atkvæða. Vinstri græn fylgdu á eftir með 24,4% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn með 21% atkvæða og Byggðalistinn með 20,6% atkvæða.

Í Norðurþingi voru fimm flokkar í framboði þar fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn flest atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn var með 30,1% atkvæða og Framsókn með 26,4%. Atkvæðin skiptust svo nokkuð jafnt milli hinna þriggja flokkanna; Vinstri græn með 15% atkvæða, Samfylkingin með 14,4% atkvæða og Listi Samfélagsins með 14,1% atkvæða.

UMMÆLI