Píeta

Kokkurinn kominn til Akureyrar!

Mynd: vma.is

Mynd: vma.is


Það má segja að Verkmenntaskólinn á Akureyri sé brautryðjandi norðan heiða í iðnnámi en eins og mörgum er kunnugt er hægt að læra langflestar iðngreinar í framhaldsskólanum.
Lengi vel hafa þeir kennt svokallað grunnsvið á matvæladeild þar sem nemendur taka eitt ár í undirbúningsnám áður en þeir þurfa svo að fara suður í Menntaskólann í Kópavogi til þess að taka annan og þriðja bekkinn.

Núna í fyrsta skipti er matreiðsla kennd til fullgildra réttinda matreiðslumanna í VMA. Að þetta iðnnám sé kennt til fullgildra réttinda hefur verið baráttumál til margra ára enda margir sem að hætta við námið vegna þess að því fylgir að flytja suður í lágmark 2 ár. Þess vegna hafa ófáir norðlenskir matreiðslunemar ekki getað eða viljað klárað námið.

Þeir sem starfa við veitingageirann og aðrir víða hafa eflaust fundið fyrir því að mikill skortur er á faglærðu fólki í greininni, bæði matreiðslu- og framreiðslumönnum.
Eins og er verður ekki hægt að læra framreiðslu til fullgildra réttinda framreiðslumanna en það er vonandi allt í vinnslu enda mikið af fólki sem vill læra þjóninn en glímir við sama vandamál og var áður nefnt.

Matreiðslunámið samanstendur af bóklegum greinum og verklegri þjálfun. Til þess að geta hafið nám í þessari grein þurfa nemendur að hafa starfað á samningi á veitingahúsi í að lágmarki eitt ár. Námið í heild sinni krefst hinsvegar þess að nemendur séu á samningi í tvö og hálft ár.

Námið hafðist núna á haustönn og er það 2.bekkur sem verið er að kenna núna. 2.bekkur er ein önn og því lýkur honum um áramót. Næsta kennsla hefst svo haustið 2017 þegar 3.bekkur verður kenndur.

Það má segja að þetta séu mikil og góð tíðindi fyrir Norðurlandið enda löngu tímabært að það sé boðið upp á þetta nám á Akureyri enda veitingahús mörg og veitingabransinn sjálfur sá stærsti á landinu á eftir höfuðborgarsvæðinu.
Þá er bara að bíða spennt eftir því að framreiðslunám verði hafið samhliða matreiðslunáminu enda ekki hægt að hafa kokka án þjóna og öfugt.

Sambíó

UMMÆLI