Prenthaus

Engar raðir takk. Kveðja, Krasstófer og OrmurKrasstófer og Ormur

Engar raðir takk. Kveðja, Krasstófer og Ormur

Norðlenska listamanna tvíeykið Krasstófer og Ormur hafa farið af stað með nýja seríu pistla sem þeir kalla einfaldlega „Kveðja, Krasstófer og Ormur.“ Fyrsti pistillinn í seríunni ber nafnið „Engar raðir takk“ og er birt hér á Kaffinu hér að neðan. Pistlarnir eru til þess gerðir að fá lesendur til þess að hugsa um samfélagið okkar og fylgir því sterkt orðalag, sem lesendur eru varaðir við.

Við röðum okkur í raðir því við þörfnumst upplifana og hluta. Öðrum vantar einnig nauðsynjar og hamingju í líf sitt sem þessar upplifanir og hlutir veita. Til þess að allir séu sáttir er okkur stillt upp í röð með kerfið „fyrstur kemur fyrstur fær“ að leiðarljósi. Alls kyns útfærslur eru á þessu; hægt er að borga sig framar í röðina eða það sem brýtur í bága við reglur samfélagsins, að stelast framar í röðina.

Allir hafa lent í því á einhverjum tímapunkti í hringferð okkar á bláa hnettinum umhverfis sólu að einhver lortdjöfull snáki sig inn í röðina. Það er meira en óþolandi og og ætti í raun að vera ólöglegt. Enginn er þó til þess að framfylgja því, ef ólögmæta ætti athæfi snáksins. Flestir verða pirraðir en leyfa framúraksturinn. Ónefndur aðili hefur hugsað eftirfarandi á slíku tilviki þar sem ósköp venjuleg eldri kona fór fram úr honum í röð: Þetta er kona sem beitti börnin sín ofbeldi, hún er frekja sem býr í villu, hún er kynköld (rétt hugtak nú væri “mismunandi löngun í kynlíf milli maka” en ég hugsaði samt það úrelta á þessum tímapunkti), það þyrfti að bróka hana og kaffæra í snjó, rífa niður húsið hennar meðan hún er frá heimili sínu eða ráða leigumorðingja til þess að svipta hana fjölskyldunni. Enginn af þessum hlutum voru framkvæmdir heldur var beðist afsökunar á að vera fyrir, hversu óskiljanlegt það var samt sem áður, og svo var setið heima í nokkra stund og hugsað um að það hefði verið betra að láta hana heyra það.

Labba inn eitt stykki Krasstófer og Ormur. Það sem við stingum upp á er kerfi sem við nefnum „benda og hlæja kerfið“ sem útskýrir sig í rauninni sjálft. Þegar einhver fer fram úr í röðinni af ólögmætri ástæðu þá verður hann gerður að athlægi. Bent verður á hann og púað, fólk hreytir í hann fúkyrðum og jafnvel potar fast í hann. Samfélagslegur sáttmáli yrði gerður um þetta. Börn á leikskólaaldri yrði kennt þetta ásamt litunum og stafrófinu. Alinn yrði upp pínku ponsu fasismi hjá börnunum, til hins betra.

Hægt er að skoða meira af listaverkum Krasstófers og Orms á Instagram síðu þeirra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó