Prenthaus

Kvennaathvarfið á Akureyri heldur áfram starfsemi

Kvennaathvarfið á Akureyri heldur áfram starfsemi

Kvennaathvarfið á Akureyri mun halda áfram starfsemi eftir að tilraunatímabili þess lýkur um næstkomandi áramót. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Kvennaathvarfið á Akureyri var stofnaði í ágúst í fyrra og var um tilraunaverkefni til hálfs árs að ræða. Verkefnið var síðan framlengt til næstu áramóta. „Nú hefur verið tekin ákvörðun um að athvarfið verði opið áfram og þá ekki sem tilraunaverkefni. Þetta eru miklar gleðifréttir,“ segir Signý Valdimarsdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Akureyri og félagsráðgjafi í samtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri framlengt

Kvennaathvarfið er neyðarathvarf fyrir konur og börn sem þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. Konur geta leitað til kvennaathvarfsins og dvalið sér að kostnaðarlausu eða til að fá ráðgjöf.

Það sem af er þessu ári hafa sextán einstaklingar dvalið í Kvenna­athvarfinu á Akureyri. Signý segir í samtali við fréttablaðið að fjölda þeirra sem leitað hafi í athvarfið í ár sé svipaðan og árið á undan. „Þetta sýnir bara þörfina fyrir svona úrræði á Norðurlandi“.

„Við hjálpum þeim að komast í samband við þá aðila sem þær þurfa á að halda, sama hvort það er lögregla, félagsþjónustan eða barnavernd og hjálpum þeim með aðra þætti eins og að finna húsnæði,“ segir Signý. Hún segir einnig að samfélagið á Norðurlandi hafi tekið afar vel í verkefnið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó