Kviknaði í palli á Brekkunni

Kviknaði í palli á Brekkunni

Eld­ur kviknaði á palli í Hamra­gerði á Ak­ur­eyri með þeim af­leiðing­um að heit­ur pott­ur brann. Íbúðin slapp með naum­ind­um að sögn slökkviliðsmanns. Þetta kemur fram á mbl.is.

Ekki er vitað um upp­tök elds­ins en það skapaðist mik­ill reyk­ur. Að sögn íbúa á Eyrinni sást reykurinn og fannst lyktin alla leið þangað.

Íbúar húss­ins voru heima þegar elds­ins varð vart en ekk­ert tjón varð á fólki. Margar tilkynningar bárust þegar reykurinn tók að stíga frá pallinum og var slökkviliðið fljótt á staðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó