Bókavörðurinn Hörður Ingi Stefánsson hefur látið af störfum á Amtsbókasafninu á Akureyri eftir þrjátíu ára starf. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum safnsins í dag.
Í tilkynningu Amtsbókasafnsins segir að Hörður hafi sett skemmtilegan svip á safnið og fært starfsemina inn á tölvuöld. Hann kom einnig á laggirnar stærstu fantasíu- og myndasögudeild landsins á safninu.
„Gestir báðu gjarnan um að fá Hörð til að aðstoða sig því hann veit allskonar hluti sem aðrir vita ekki. Hörður var ljúfur og góður samstarfsfélagi sem við munum sakna en vonumst til að fá hann stundum til okkar í kaffibolla áfram. Hann hélt heljarinnar kveðjukaffi fyrir starfsfólkið nú á dögunum þar sem hann bauð upp á gómsætar kökur og kaffi,“ segir á samfélagsmiðlum Amtsbókasafnsins.


COMMENTS