Lamdi dóttur sína með belti og nefbraut konu sína

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: akureyri.net

Maður var sakfelldur í héraðsdómi Norðurlandi eystra í gær fyrir að hafa mánudaginn 1. janúar flengt 8 ára dóttur sína með belti á rassinn, með þeim afleiðingum að barnið hlaut marblett ca. 4 cm. í þvermál á vinstri rasskinn. Skömmu síðar þennan sama dag sló hann sambýliskonu sína í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Þetta gerði ákærði að viðstöddu barni þeirra.

Maðurinn var kærður fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum framin á sameiginlegu heimili ákærða og brotaþola. Ákærði játaði sök fyrir dómi og kvað sig og konu sína hafa leitað hjónabandsráðgjafar. Þá sagðist hann einnig iðrast háttsemi sinnar.

Ákærðir var dæmdur til refsingar, skilorðsbundið fangelsi í fjóra mánuði, og til greiðslu alls sakarkostnaðar sem nemur 9.000 krónum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó