Landsfrægir tónlistamenn á stórtónleikunum í Gilinu á laugardaginn


Nú styttist óðfluga í menningarhátíð Akureyringa sem haldin verður um helgina. Stærsti viðburður helgarinnar er þó án efa stórtónleikarnir í Listagilinu þar sem margir frægir listamenn munu stíga á svið.
Vaðlaheiðin, er hljómsveit sem hefur verið sett sérstaklega saman fyrir hátíðina, en í henni eru þeir Valur Freyr Halldórsson, Summi Hvanndal, Kristján Edelstein, Arnar Tryggvason og Valmar Valjaots.

Gestir á sviðinu eru ekki af verri endanum en það verða þau Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Valdimar, rapparinn KÁ-AKÁ og eurovision-stjarnan Jóhanna Guðrún.
Tónleikarnir eru unnir í samvinnu við ljósa- og hljóðkerfaleiguna Exton og koma til með að byrja kl. 21.00 á laugardagskvöldið 26. ágúst.

UMMÆLI

Sambíó