NTC netdagar

Lára Kristín Pedersen í Þór/KAMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Lára Kristín Pedersen í Þór/KA

Þór/KA hafa samið við Láru Kristínu Pedersen um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil.

Lára spilaði síðast fyrir Stjörnuna og hefur verið lykilmaður hjá þeim síðustu ár og var meðal annars valin leikmaður tímabilsins hjá Stjörnuni núna í sumar.

Lára er fædd 1994 og spilar sem miðjumaður, en Halldór Jón þjálfari Þórs/KA er gríðarlega ánægður með að fá Láru norður.

„Ég er mjög ánægður með að fá þennan gæða leikmann til liðs við okkar sterka hóp. Lára hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og hæfileikar hennar og reynsla munu nýtast mjög vel í baráttu okkar um alla þá titla sem eru í boði. Við væntum mikils af henni og hlökkum til að fá hana norður og til liðs við okkur. Ég veit að hún mun smell passa inn í liðið hjá okkur.“ sagði Halldór í samtali við heimasíðu Þórs/KA.

Mynd: thorsport.is/Haraldur Ingólfsson

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó