Lárus List flytur erindi um myndlist

Lárus H. List

Lárus H. List

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-17.40 heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni „Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn“. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.

Þetta er síðasti þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast aftur í lok janúar 2017. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.

UMMÆLI