Lárus Orri hættir með Þór eftir tímabilið

Lárus Orri hættir með Þór eftir tímabilið

Þór sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld um að Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs í knattspyrnu, hefði sagt starfi sínu lausu að loknu núverandi tímabili.

Lárus hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár, en áður þjálfaði hann einnig liðið á árunum 2006 til 2010.

Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við liðinu á eftir Lárusi.

 

Fréttatilkynning Þórs

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks karla hefur sagt starfi sínu lausu að tímabili loknu.

Lárus hefur unnið gott starf fyrir knattspyrnudeildina þau tvö ár sem hann hefur þjálfað meistarflokk karla hjá Þór. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Lárusi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Stjórn knattspyrnudeildar Þórs

UMMÆLI