Lárus Orri: Spennandi tímar framundan

 

Lárus Orri Sigurðsson

Það hafa orðið gríðarlega miklar mannabreytingar á leikmannahópi Þórs í vetur en liðið hefur bætt við sig 4 nýjum leikmönnum.

Áður hafði það komið fram að Kristján Örn Sigurðsson, Orri Freyr Hjaltalín og Jóhann Helgi Hannesson muni ekki leika með liðinu á komandi tímabili og nú er það orðið ljóst að Gunnar Örvar Stefánsson og Sigurður Marinó Kristjánsson eru einnig á förum.

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari liðsins er bjarstýnn fyrir komandi tímabili og segir að í þessum breytingum felist tækifæri.

Auðvitað hefðum við viljað halda einhverjum þeirra leikmanna sem fóru en ég held að það hafi verið nauðsynlegt að stokka upp liðið. Það eru spennandi tímar framundan.“

Hópurinn lítur vel út og það er ekki útilokað að hann eigi eftir að stækka áður en flautað verður til leiks í maí,“ segir Lárus.

UMMÆLI