Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Leikfélag Akureyrar birtir myndband úr Kabarett

Leikfélag Akureyrar birtir myndband úr Kabarett

Nú styttist óðfluga í frumsýningu söngleiksins Kabarett, en uppsetningin er á vegum allra sviða Menningarfélags Akureyrar; Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Viðburðasviðs MAk. Í dag var birtur svokallaður „teaser“, eða eins mínútna myndband úr uppsetningunni. Þar sést Skemmtanastjórinn (e. Emmcee) taka lagið Willkommen, sem er eitt af lögunum í þessum heimsþekkta söngleik. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur en verkið er frumsýnt þann 26. október n.k. og nú þegar er uppselt á fyrstu þrjár sýningarnar.

Kabarett er fyrsta verkefni Mörtu Nordal sem nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar en hún leikstýrir sýningunni. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri MAk og listrænn stjórnandi SN. Einnig hefur MAk fengið til liðs við sig heimsfræga danshöfundinn Lee Proud.

Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir

Danshöfundur: Lee Proud

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson

Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson

Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Karl Ágúst Úlfsson, Fanný Lísa Hevesi, Unnur Anna Árnadóttir, Berþóra Huld Björgvinsdóttir, Steinar Logi Stefánsson og Örn Smári Jónsson.

Kabarett var frumsýndur á Broadway árið 1966 og hefur síðan þá notið mikilli vinsælda og verið settur upp reglulega á Broadway og víða um heim. Auk þess naut kvikmynd Bob Fosse með Lizu Minnelli í aðalhlutverki, sem var byggð á söngleiknum, fádæma vinsælda þegar hún var frumsýnd árið 1972 og fékk m.a. 8 Óskarsverðlaun. Söngleikurinn hefur verið settur upp nokkrum sinnum á Íslandi, síðast hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri árið 2009 (einnig árið 1999) og þar á undan í Gamla Bíói árið 2005. Veturinn 1986-1987 var Kabarett einnig settur upp af Leikfélagi Akureyrar í Samkomuhúsinu.

UMMÆLI

Sambíó