NTC netdagar

Leikmannakynning Akureyri Handboltafélags á laugardaginn


Nú er allt komið á fullt hjá Akureyri Handboltafélagi en strákarnir eru búnir að æfa stíft frá því í vor með smá sumarfríi inn á milli.

Liðið fór í 4 daga æfingarferð suður síðastliðinn miðvikudag og spiluðu 4 æfingarleiki við Gróttu, Fjölni, Selfoss og Míluna. Margt gekk vel og eins er margt sem þarf að laga. Einnig æfði liðið í flottri aðstöðu í Þorlákshöfn. Nú styttist hins vegar í að leiktímabilið byrji en fyrsti leikurinn er núna 15. september og verður heimaleikur. Þess vegna ætlar Akureyri að vera með leikmannkynningu laugardaginn 9.september í höllinni.

Húsið opnar kl.18.30 með leikmannakynningu og að henni lokinni verður kótilettukvöld. Miðaverð 2.500,- og allir velkomnir. Sætafjöldi er takmarkaður, fyrstir koma fyrstir fá.

Forsala miða er á facebooksíðu handboltafélagsins og hjá stórn AHF og leikmönnum.

Sambíó

UMMÆLI