Prenthaus

Leikskólapláss í öðrum sveitarfelögum

Hörgársveit og Svalbarðssdtrandarhreppur hafa samið við Akureyrarbæ um að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þá sem geta nýtt sér leikskólapláss í þeim sveitarfélögum til þess að draga úr fjölda barna á biðlista. Um er að ræða börn fædd árin 2012-2015 sem komu inn á biðlista eftir að innritun lauk hjá í haust.

Áfram er leitað leiða til að mæta aukinni þörf á plássi hjá dagforeldrum, en skortur hefur verið á bæði plássum hjá dagforeldrum og leikskólum á Akureyri undanfarið og margir foreldrar komast ekki með börnin sín á leikskóla fyrr en um tveggja og hálfsárs aldur.

Verulegar áhyggjur eru á meðal foreldra um stöðuna og eru dæmi um að fólk hafi flutt úr bænum til að finna börnum sínum pláss á leikskóla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó