Leita að leikkonum á aldrinum 25-35 ára

Mynd: Daníel Starrason.

NyArk Media er framleiðslufyrirtæki sem er um þessar mundir að vinna í stuttmyndinni Umskipti. Myndir leiðir saman krafta íslensks, finnsks og ensks kvikmyndagerðarfólks, en efnistökin eru alíslensk.
Umskipti er sálfræðitryllir sem byggir á íslenskum þjóðsagnaminnum. Þrjár vinkonur fara saman í bústað um vetur og smám saman verður þeim ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Myndin verður tekin upp á Norðurlandi í nóvember á þessu ári og henni verður leikstýrt af þeim Peter Callow og Sesselíu Ólafsdóttur, sem einnig samdi handritið. Stuttmyndin er styrkt af Evrópu unga fólksins.

Auglýsingin sem hópurinn sendi frá sér má sjá hér að neðan:

NyArk Media leitar að leikkonum!
Við óskum eftir umsóknum frá 25- 35 ára leikkonum á öllu landinum fyrir stuttmynd sem verður tekin upp í nóvember á Norðurlandi.
Umsóknarkröfur eru leiklistarmenntun eða haldbær reynsla af leik í kvikmyndum. Íslenskukunnáttu er krafist.
Við hvetjum allar leikkonur á aldursbilinu til að sækja um.
Stuttmyndin sem um ræðir er sálfræðitryllir sem byggir þema sitt á íslenskum þjóðsögum.

Vinsamlegast sendu email með eftirfarandi upplýsingum á
casting@nyarkmedia.com :
Nafn:
Fæðingarár:
Sími:
Email:
Tvær góða myndir.
Upplýsingar um menntun og reynslu.
Klippu eða leikarakynningu þar sem sjá má brot úr verkum þínum.

Umsóknarfrestur er til 16. september. Öllum verður svarað 19. september og munu þeir einstaklingar sem komast áfram annað hvort mæta í prufur á Akureyri 24. september eða senda inn video prufu fyrir þann tíma. Úr innsendum video prufum verða valdir einstaklingar til frekari prufa í Reykjavík 1. október.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur
Sesselía Ólafsdóttir höfundur og leikstjóri
Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi
Veronika Rut meðframleiðandi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó