Leitað eftir vinningshafa í lottó – Miðinn keyptur í Hagkaup á Akureyri

Leitað eftir vinningshafa í lottó – Miðinn keyptur í Hagkaup á Akureyri

Eflaust hafa margir keypt sér lottómiða fyrir helgina en potturinn var kominn í 125 milljónir. Alls voru fimm vinningshafar, tveir í áskrift og þrír keyptir miðar. Enn eiga tveir vinningshafar eftir að vitja vinninga sinna en annar miðanna var keyptur í Hagkaup á Akureyri og hinn hjá Jóhönnu á Tálknafirði.

Systur unnu vinninginn á afmælisdaginn

Það voru tvær lukkulegar systur með sitthvorn vinnings miðann sem mættu til Íslenskrar Getspár á mánudaginn. Önnur þeirra hafði keypt vinningsmiðann í Happahúsinu Kringlunni en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is . Báðar hafa þær keypt þessa röð í mörg ár enda tengjast tölurnar fjölskyldunni órjúfanlegum böndum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Lottó.

Svo skemmtilega vildi til að önnur þeirra átti einmitt afmæli á laugardaginn og var nýbúin að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar hún sá tölurnar birtast á skjánum, hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og hringdi að sjálfsögðu strax í systur sína til að kanna hvort hún hefði ekki örugglega líka keypt sömu röð, sem og hún hafði gert og því hlýtur hvor þeirra 26.379.360 skattfrjálsar krónur.

Lottó hvetur því alla sem keyptu miða á þessum stöðum að skoða vel og vandlega hvort þar leynist vinningur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó