Lentu í lífsháska í Víkurskarði


Í gærkvöldi lenti bifreið með fjórum farþegum út af veginum í Víkurskarði og fór aðeins niður hlíðina en þar stuttu fyrir neðan er snarbratt brekka sem liggur ofan í djúpt gil.
Að sögn sjónarvotta, skv. heimildum Vísis, var bíllinn nánast á hliðinni þegar bifreiðin nam staðar í hlíðinni.

Lögreglan á Norðurlandi eystra var á leið í annað en útkall en kom sér hratt á staðinn. Með sameiginlegu átaki lögreglumanna og vegfarenda var komið böndum á bifreiðina þannig að fólkið komst út úr henni. Eðlilega var farþegum illa brugðið eftir þennan lífsháska en slasaðist þó ekki.


UMMÆLI