Listasafnið gjörningahátíð

Logi býður Samfylkinguna í ríkisstjórn

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson

Logi Már Ein­ars­son, nýr for­maður Samfylkingarinnar, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær að Sam­fylk­ingin geti auð­veld­lega orðið sá bútur sem þurfi til að mynda rík­is­stjórn. Með þessu er Logi að ganga þvert gegn því sem Oddný Harðardóttir forveri hans í formannsstólnum hafði sagt í kjölfar ósigurs flokksins í nýafstöðnum kosningum.

„Við munum nálgast þá stöðu af fullri ábyrgð og skoða aðkomu okkar að ríkisstjórn, verði áherslur okkar stór hluti af málefnasamningi,“ segir meðal annars í stöðu­upp­færslu Loga.

Athyglisvert verður að sjá hvaða áhrif þessi yfirlýsing Loga hefur á komandi stjórnarmyndunarviðræður en margt virðist benda til þess að Bjarni Benediktsson skili stjórnarmyndunarumboðinu í dag.

UMMÆLI

Sambíó